Óskadýr.is hefur verið draumur okkar í langan tíma og haustið 2015 ákváðum við að það væri tímabært að láta drauminn rætast. 14 febrúar 2016 fórum við svo í loftið á Facebook og leggjum mikinn metnað í að bjóða fallega og vandaða vöru á sanngjörnu verði.
Við erum sem sagt 2 vinkonur, höfum átt og ræktað hunda í nokkur ár og erum vægast sagt með algjöra hundadellu.
Um okkur:
Kolla eignaðist sína fyrstu hunda árið 2011, tvær Bichon Frisé tíkur – sem er hreinræktuð bómullarhundategund. Í dag á hún fjóra Bichon Frisé, sem er bómullar tegund, 3 tíkur og 1 rakka. Kolla hefur verið með hundaræktun síðan 2014, og leggur mikinn metnað í hundana sína, fer með þá á flestar sýningar sem boðið er upp á í Dk og erlendis.
Helga eignaðist sinn fyrsta hund endur fyrir löngu og hefur verið í ræktun í fjöldamörg ár. Í dag ræktar hún Malteser hunda, sem er bómullarhundategund, og á 4 tíkur og 1 rakka. Helga fer á langflestar sýningar sem eru í boði á Íslandi.
Einungis það besta er nógu gott fyrir hundana okkar og við erum alltaf með puttann á púlsinum yfir það sem er að gerast í hundaheiminum.
Og við viljum líka aðeins það besta fyrir hundinn þinn.
Þess vegna ætlum við að bjóða upp á fallegar og vandaðar vörur á sanngjörnu verði, sem nýtast bæði heima og á sýningum.
Voffaknús
Kolla og Helga 🙂