Um Okkur

Óskadýr.is hefur verið draumur okkar í langan tíma og haustið 2015 ákváðum við að það væri tímabært að láta drauminn rætast. 14 febrúar 2016 fórum við svo í loftið á Facebook og leggjum mikinn metnað í að bjóða fallega og vandaða vöru á sanngjörnu verði.
Við erum sem sagt 2 vinkonur, höfum átt og ræktað hunda í nokkur ár og erum vægast sagt með algjöra hundadellu.

Um okkur:

Kolla eignaðist sína fyrstu hunda árið 2011, tvær Bichon Frisé tíkur – sem er hreinræktuð bómullarhundategund. Í dag á hún fjóra Bichon Frisé, sem er bómullar tegund, 3 tíkur og 1 rakka. Kolla hefur verið með hundaræktun síðan 2014, og leggur mikinn metnað í hundana sína, fer með þá á flestar sýningar sem boðið er upp á í Dk og erlendis.

Helga eignaðist sinn fyrsta hund endur fyrir löngu og hefur verið í ræktun í fjöldamörg ár. Í dag ræktar hún Malteser hunda, sem er bómullarhundategund, og á 4 tíkur og 1 rakka. Helga fer á langflestar sýningar sem eru í boði á Íslandi.

Einungis það besta er nógu gott fyrir hundana okkar og við erum alltaf með puttann á púlsinum yfir það sem er að gerast í hundaheiminum.

Og við viljum líka aðeins það besta fyrir hundinn þinn.

Þess vegna ætlum við að bjóða upp á fallegar og vandaðar vörur á sanngjörnu verði, sem nýtast bæði heima og á sýningum.

Voffaknús
Kolla og Helga 🙂

Heil og sæl kæru viðskiptavinir 🐾
Eins og þið flest vitið er www.oskadyr.is hjartabarn okkar Helgu minnar 💝 Helga kvaddi okkur og hélt af stað í Sumarlandið 24. ágúst 2019, Sverrir eiginmaður Helgu tók við hennar hlutverki hjá Óskadýrum.
Nú er svo komið að vegna mikið breyttra aðstæðna hjá bæði mér, Kollu, og Sverri þá höfum við valið að leggja litla hjartabarnið okkar Helgu í hlýjar hendur, hjónanna Soffíu og Sigga.
Þau koma til með að reka Óskadýr í sama anda og við Helga mín lögðum upp með árið 2015.
Um leið og við óskum Soffíu og Sigga velfarnaðar viljum við Helga mín og Sverrir þakka ykkur fyrir góðan stuðning í gegnum árin, án ykkar væri Óskadýr ekki til í dag 💓
Hlýja og kærleikur til ykkar allra 💝
Kolla
Kveðja frá Soffíu og Sigga,
🐾Nýju eigendurnir eru Sigurður Ingvi Hrafnsson og Soffía Margrét Hafþórsdóttir.
Við eignuðust okkar fyrsta hund 2020 af tegundinni Maltese og má segja að við höfum hreinlegan dottið í hundana